Eitt hundrað fyrirtæki eru nú með aðstöðu hjá frumkvöðlasetrum á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hafa fjölmörg þeirra náð mjög eftirtektarverðum árangri og vexti.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur sex frumkvöðlasetur og kemur að auki að rekstri fjögurra annarra. Tilgangurinn er að skapa sprotafyrirtækjum kjöraðstæður þar sem þau geta gengið að skapandi umhverfi, öflugu tengslaneti og faglegri ráðgjöf. Frumkvöðlasetur sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur eru Kvosin í Lækjargötu, Keldnaholt í Grafarvogi, Kím – Medical Park, Kveikjan í Hafnarfirði, Fruma á Hornafirði og Eyrin á Ísafirði. Þorsteinn Sigfússon er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar.