Meira en 1.000 manns hafa látið lífið í stríði yfirvalda í Filippseyjum gegn eiturlyfjum síðan Rodrigue Duterte forseti tók völdin í landinu í sumar.

Lögreglan myrðir dópsala og neytendur

Í vitnaleiðslum sem haldnar voru af öldungadeild þingsins í Filippseyjum vitnuðu einstaklingar um blóðugar afleiðingar stríðs forseta landsins, Rodrigo Duterte, gegn eiturlyfjum. Vitnin voru hulin svo þau gætu falið sig gegn lögreglunni, sem sökuð er um að fremja morð að yfirlögðu ráði á dópsölum og notendum eiturlyfja.

Nefndin um réttlæti og mannréttindi, mun rannsaka vitnisburð frá hvort tveggja fjölskyldum þeirra sem látið hafa lífið, oft af hendi lögreglunnar, auk vitnisburða frá lögreglumönnum sjálfum.

Segir morðin sjálfsvörn

Duterte forseti hefur margsinnis sagt að dráp á eiturlyfjasölum séu réttlætanleg ef lögreglan sé í sjálfsvörn.

Einn þeirra sem vitnaði, var óléttur maki eins eiturlyfjasala sem hún segir hafa verið myrtan, ásamt tengdaföður hennar, í Pasay borg, í úthverfi Manilla höfuðborgar landsins, 6. júlí síðastliðinni.

Lögreglan sótti þá á heimilið og drap þá

Viðurkenndi hún að maki hennar hefði selt eiturlyf, hann hefði verið handtekinn árið 2015 en sleppt aftur í kjölfar mútugreiðslu. Í síðasta mánuði hefði lögregla hins vegar sótt þá báða áður en þeir voru drepnir.

Sagði hún að níu lögreglumenn hefðu sótt þá án handtökuheimildar á heimili fjölskyldunnar. Yfirmaður lögreglunnar í landinu, Ronald Dela Rosa vitnaði um að 712 manns hefðu látist í lögregluaðgerðum síðan stríðið gegn hryðjuverkum byrjaði, og sagði hann að innra eftirlit væri að rannsaka málin.

Yfirmaður lögreglu sver af sér sakir

Heildarfjöldi þeirra sem hefðu þó látist síðan í júlí væru 1.067, en í mörgum tilvikum væru almennum borgurum kennt um morðin. Sagði hann að þau væru í rannsókn og lögreglan hefði ekkert með þau að gera.

Yfirmaður lögreglunnar, sem skipaður var í embættið af vini sínum og langtímasamstarfsmanni, Duterte forseta þegar hann tók við titlinum, sagði að 10.153 sölumenn og notendur eiturlyfja hefðu verið handteknir síðan stríðið gegn eiturlyfjum hafi byrjaði í byrjun júní.

Sagði hann þó að meira en 600 þúsund tengdir ólöglegri eiturlyfjanotkun hefðu gefið sig fram til staðbundinna yfirvalda til skrásetningar í aðgerðum lögreglunnar.