Fjárhagsleg endurskipulagning BM Vallár verður rædd á fundi með kröfuhöfum félagsins á morgun en fyrir liggur að Arion banki á mestra hagsmuna að gæta.

Skuldir BM Vallár nema um átta milljörðum króna en heildarskuldir eru vel á tólfta milljarð. Næstir í röð kröfuhafa eru Landsbankinn og Lýsing.

Óskar Sigurðsson lögmaður, aðstoðarmaður félagsins í greiðslustöðvun, segir að kröfuhafar hafi sýnt ferlinu sem fyrirtækið gengur nú í gegnum mikinn skilning. Ekki síst á það við um erlenda kröfuhafa. Það eru öðru fremur fyrirtæki sem selt hafa BM Vallá vörur, m.a. frá Norðurlöndum og Evrópu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .