*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 21. ágúst 2018 11:41

Yfir 155 milljónir til góðra málefna

Yfir 155 milljónir söfnuðust til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Ritstjórn
Um 14 þúsund einstaklingar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um síðustu helgi.

Yfir 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram síðustu helgi.

Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir. Þátttakendur í hlaupinu voru um 14.000 og hafa aldrei eins margir tekið þátt í 10 km og 3 km hlaupi.

Íslandsbanki er stoltur samstarfsaðili hlaupsins sem haldið er af Íþróttabandalagi Reykjavíkur nú í 35.sinn. Hlaupastyrkurinn rennur óskertur til góðgerðarfélaganna sem eru 180 talsins.

Hópur íslenskra leikara voru í forsvari fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár en allir leikarar gáfu vinnu sína í þágu góðra málefna.

Íslandsbanki þakkar þeim sem hlupu, þeim sem hvöttu og þeim sem styrktu góð málefni.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is