Yfir 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram síðustu helgi.

Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir. Þátttakendur í hlaupinu voru um 14.000 og hafa aldrei eins margir tekið þátt í 10 km og 3 km hlaupi.

Íslandsbanki er stoltur samstarfsaðili hlaupsins sem haldið er af Íþróttabandalagi Reykjavíkur nú í 35.sinn. Hlaupastyrkurinn rennur óskertur til góðgerðarfélaganna sem eru 180 talsins.

Hópur íslenskra leikara voru í forsvari fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár en allir leikarar gáfu vinnu sína í þágu góðra málefna.

Íslandsbanki þakkar þeim sem hlupu, þeim sem hvöttu og þeim sem styrktu góð málefni.