Nú eru 15.524 einstaklingar skráðir atvinnulausir samkvæmt vefsíðu Vinnumálastofnunar. Þar af eru 10.174 á höfuðborgarsvæðinu.

Af heildartölunni eru 9.862 karlar skráðir atvinnulausir en 5.662 konur. Munurinn á milli kynjanna er mestur á höfuðborgarsvæðinu þar sem atvinnulausir karlar eru um tvöfalt fleiri en konurnar eða 6.634 á móti 3.540 konum. Hins vegar er hlutfall kynjanna á atvinnuleysisskrám mjög jafnt á Vestfjörðum, eða 48 karlar á móti 46 konum.