*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 7. nóvember 2011 13:10

Yfir 191 milljarður í tekjur árið 2010

Tekjur íslensku álframleiðendanna hækkuðu verulega á milli ára á síðasta ári í takt við hækkandi álverð.

Gísli Freyr Valdórsson
Álver Alcoa.
Aðrir ljósmyndarar

Tekjur álveranna þriggja hér á landi námu á síðasta ári um 1,7 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem samsvarar um 191,3 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.

Tekjurnar jukust nokkuð á milli ára, eða um 36%, en á árinu 2009 námu þær um 1,2 milljörðum dala eða því sem samsvarar um 140,7 milljörðum króna.

Þetta sýna ársreikningar og sölutölur álveranna þriggja.

Viðskiptablaðið hefur undir höndum ársreikning Alcoa-Fjarðaáls sf., sem rekur álverið á Reyðarfirði, en þar sem um sameignarfélag er að ræða hefur samstæðureikningurinn ekki verið birtur opinberlega.

Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur þó skilað ársreikningi undanfarin ár.

Ársreikningur Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, fyrir árið 2010 hefur enn ekki verið birtur en Viðskiptablaðið hefur þó undir höndum tölur um tekjur félagsins.

Hækkandi tekjur álfyrirtækjanna má því fyrst og fremst rekja til hækkandi álverðs á síðasta ári auk þess sem álfyrirtækin hafa einbeitt sér að verðmætari framleiðslu.

Nánar má lesa um afkomu álfyrirtækjanna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Álver Alcoa Reyðarál Straumsvík