*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 19. apríl 2021 08:35

Yfir 20 smit í gær

Yfir 30 COVID-19 smit greindust um helgina þar af fleiri en 20 í gær.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Meira en 20 manns greindust með COVID-19 í gær að því er fram kom í máli Runólfs Pálssonar yfirmanns COVID-19 göngudeildar Landsspítalans í morgunútvarpi Rásar 2. Staðfestar tölur verða birtar síðar í dag en ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví

Þá greindust 13 manns með veiruna á laugardaginn og þar af voru 8 utan sóttkvíar.

Síðast var rýmkað um samkomutakmarkanir á fimmtudaginn en ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin nýju smit á næstu skref hvað varðar sóttvarnarráðstafanir.