Búist er við því að 230 manns frá 40 löndum verði hér í Reykjavík yfir helgina í tilefni af þingi Spirit of Humanity Forum. Það er nýr alþjóðlegur samstarfstarfsvettvangur leiðtoga á sviði stjórnmála, viðskipta, menntunar, umhverfisverndar, vísinda, andlegra fræða og fleira sem vilja skoða hvernig altæk mannleg gildi geta leitt til kerfisbreytinga innan samtaka, samfélaga og jafnvel þjóða. Á fundinum munu gestir.ræða mátt kærleika og samhyggðar í stjórnsýslu.

Fyrsta þing SoH Forum, í Reykjavík 2012, bar yfirskriftaina Re-setting the Compass – Creating a Landscape of Possibilities og var valin í ljósi þess markmiðs Reykjavíkurborgar að verða höfuðborg friðar á heimsvíksu. Um 100 þátttakendur frá 30 löndum sóttu stofnþingið.

Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti hópi erlendra gesta sem eru í forsvari fyrir samtök á borð við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í Höfða í dag. Þar var einnig staddur Gabor Karsai forstjóri Spirit of Humainty Forum.