Á fyrstu 11 sólarhringum ársins voru 23.411 ársreikningar fyrirtækja sóttir á heimasíðu Skattsins í yfir 15 þúsund heimsóknum að því er Fréttablaðið greinir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í ársbyrjun eru ársreikningar fyrirtækja nú án endurgjalds á ársreikningaskrá Skattsins eftir lagabreytingar sem tóku gildi um áramótin.

Fram að þessu hefur skatturinn rukkað gjald, sem og einkafyrirtæki sem boðið hafa þessa þjónustu, en nú skulu skilaskyld gögn vera aðgengileg á opinberu vefsvæði. Áfram er þó ráðherra heimilt að setja ákvæði um gjaldtöku vegna afhendingar slíkra gagna í formi pappírs eða öðru sértæku formi.

Samkvæmt gjaldskrá Skattsins kostaði rafrænt afrit af hverri blaðsíðu gagna 300 krónur, fyrstu tíu blaðsíðurnar, sama gjald og tekið er fyrir ljósritaðar síður, en 150 krónur fyrir hverja síðu eftir það.