Þrettaán flugvélar hafa verið sendar frá Indlandi til Nepal með föt, teppi og fleiri hluti fyrir þá sem lifðu af jarðskjálftann í Nepal. Skjálftinn í gær er sá öflugasti í landinu frá árinu 1934 og er talið að yfir 2.500 manns séu látnir. Þetta kemur fram á vefsíðu The Telegraph og breska ríkisútvarpsins. Skálftinn mældist 7,8 stig.

Sautján manns létu lífið á Mount Everest í skriðum sem er versta slysið í fjallinu hingað til. Eftirskjálftar fundust í dag í Nepal, Indlandi og Bangladesh.

Forseti Íslands hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til dr. Ram Baran Yadav forseta Nepals vegna hörmunganna sem hinir hrikalegu jarðskjálftar hafa haft í för með sér.