Alls hafa yfir 300 umsagnir um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða borist Alþingi. Ekkert bendir til þess að rammaáætlunin verði kláruð á þessu þingi og verður hún því að öllum líkindum tekin fyrir aftur í haust.

Margir þeir sem skilað hafa erindum til atvinnunefndar og umhverfisnefndar Alþingis (þær taka sameiginlega á móti erindum) mótmæla nýtingaráformum í Eldvörpum og Sveifluhálsi á Reykjanesi. Þá eru skiptar skoðanir um hvaða svæði skuli flokka í nýtingarflokk, hvaða svæði skulu fara í svokallaðan biðflokk og enn frekar um það hvaða svæði skuli vernda.