Landsbankinn hefur vísað 309 ágreiningsmálum vegna krafna í bú bankans fyrir dóm. Þetta kom fram á kröfuhafafundi Landsbankans í gær. Landsbankinn hefur þegar tekið afstöðu til 9.152 krafna. Meginhluti þeirra er vegna skuldabréfa sem bankinn hafði gefið út og selt.

Kostnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi nam tveimur milljörðum króna en tekjur, vegna vaxta á innlánum og síðan greiðslna af lánum, námu hins vegar um fjórum milljörðum.