Yfir 400 einstaklingar sem greiða auðlegðarskatt fá lækkaðan höfuðstóls fasteignalána, samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra sem liggur fyrir þinginu. Þetta kemur fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri hefur sent nefndarsviði Alþingis og eru birt á vef þingsins.

Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu þetta harðlega undir liðnum störf þingsins í morgun. Frumvarpið liggur enn fyrir þinginu og alls óvíst er hvenær afgreiðslu þess lýkur. Upphaflega stóð til að hægt yrði að sækja um leiðréttingu frá 15. maí en Ríkisskattstjóri hefur sagt í annari umsögn til Alþingis að sú dagsetning sé óraunhæf.

Hér má sjá skjalið frá Ríkisskattstjóra.