Yfir 400 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi munu leggja niður störf í dag. Meðal þeirra sem leggja niður störf eru ennarar, heilbrigðisstarfsmenn og landamæraeftirlitsmenn leggja niður vinnu.

Að auki munu yfir 20 þúsund lögreglumenn, sem ekki eru á vakt í dag, fara í kröfugöngu í miðborg Lundúna. Er þetta í fyrsta sinn sem slík ganga er farin í fjögur ár.

Opinberir starfsmenn mótmæla breytingum á eftirlaunakerfinu og krefjast hærri launa. Breytingarnar á eftirlaunakerfinu eiga að koma til framkvæmda árið 2015. Þá munu opinberir starfsmenn þurfa að vinna til 67 eða 68 ára aldurs í stað 65 ára aldurs eins og nú er. Jafnframt munu þeir þurfa að greiða hærra hlutfall af launum sínum í lífeyrisgreiðslur þar til þeir komast á eftirlaunaaldur.