Mikill fjöldi einstaklinga sótti ráðstefnu Jack Canfield í Háskólabíói sem haldin var fyrir skömmu á vegum www.newvision.is . Í tilkynningu vegna ráðstefnunnar segir að Jack Canfield sé án efa einn allra besti og eftirsóttasti árangurs og leiðtogaþjálfari heims í dag.

Jack er í hópi vinsælustu fyrirlesara Bandaríkjanna ásamt mönnum eins og Bill Clinton, Lance Armstrong og Anthony Robbins. Jack er með masters gráðu í sálfræði frá Harvard og hefur þjálfað athafnamenn og stjórnendur í meira en þrjátíu ár með frábærum árangri. Hann er maðurinn á bak við "Chickensoup for the soul" viðskiptaveldið sem New York Times kallaði viðskiptaundur síðasta áratugar og er því einstaklega hæfur til þess að fjalla um velgengni. Jack er einn af kennurunum sem koma fram í heimildamyndinni "The Secret" sem verið hefur afar vinsæl á Íslandi undanfarna mánuði.

Flestir ef ekki allir sem að mættu á námskeið Jack Canfield þennan fóru heim glaðir í bragði og undrandi á því hvernig dagurinn gat verið svona fljótur að líða. Dagurinn var einstaklega fræðandi, skemmtilegur og hvetjandi. Það er nokkuð öruggt að margir hafa sett sér ný og háleit markmið og eru nú þegar byrjaðir að breyta sínu lífi til betri vegar. Jack stóð alveg undir væntingum og jafnvel rúmlega það. Hann snerti fólk með hlýju sinni og einlægni og var um leið fyndinn og skemmtilegur, eins og segir í tilkynningunni.