Sextíu og tvö fyrirtæki og stofnanir taka þátt í Framadögum háskólanna sem verða haldnir á miðvikudaginn frá klukkan 11-16.

Framadagarnir eru haldnir í húsnæði Háskólans í Reykjavík en markmiðið er að gefa háskólastúdentum tækifæri á að ræða við forsvarsmenn fyrirtækja um atvinnumöguleika og samstarf um gerð lokaverkefna.

Þetta er í 20. skipti sem alþjóðlegu stúdentasamtökin AIESEC halda þennan viðburð.