Yfir 14.100 manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár sem er þátttökumet. 984 hlauparar voru skráðir í heilt maraþon, 2.394 manns í hálft maraþon og 6.235 manns í 10 kílómetra hlaupið.

Áheitasöfnunin sló fyrri met og höfðu í morgun safnast yfir 65 milljónir króna.  Hægt er að heita á hlaupara til miðnættis á mánudag á vefnum hlaupastyrkur.is og því er ekki útilokað að heildaráheitafjárhæðin muni hækka töluvert.

Á meðal þátttakenda í maraþoninu að þessu sinni voru Björn Zoega, forstjóri Landspítalans , og Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður .