Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra, en erindi sem bárust allt árið 2012 voru alls 1.431 talsins.

Neytendasamtökin reka Leigjendaaðstoðina samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið. Núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs en vonir standa til að hann verði framlengdur enda ljóst að rík þörf er fyrir þjónustuna. Langflest erindin, eða um 600, berast símleiðis en einnig er nokkuð um að leigjendur komi á skrifstofuna eða sendi tölvupóst.

Um 61% þeirra sem höfðu samband á tímabilinu voru konur. Mest er spurt um atriði sem varða ástand og viðhald eignar, hver eigi að sinna hverju, hvernig best er að kvarta við leigusala og hvaða úrræði standi til boða í kjölfar kvörtunar. Þar á eftir koma svo erindi sem snúa að uppsögn samnings, hvaða reglur gildi um uppsagnir, hvenær uppsögn þurfi að berast, hvenær hún taki gildi og svo framvegis. Í flokkinn aðrar fyrirspurnir falla svo ýmis konar erindi sem ekki eiga beint heima í hinum flokkunum, en þau erindi varða t.d. þinglýsingu, húsaleigubætur, útburð, úttektir á leiguhúsnæði og svo framvegis.