Um 92% landsmanna telja rétt að fjölmiðlamönnum beri að upplýsa viðmælendur sína áður en samtöl eru hljóðrituð, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem MMR framkvæmdi fyrir Andríki.

Könnunin var framkvæmd á dögunum 16. til 21. apríl og var svarfjöldinn 1.001 einstaklingur. Af þeim tóku 927 einstaklingar afstöðu.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum þar sem skerpt er á gildandi ákvæðum um að hljóðritanir símtala séu kynntar viðmælanda. Sigríður Andersen og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru flutningsmenn frumvarpsins.