Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Helgi Magnússon, er mjög ánægður með árangur sjóðsins á síðasta ári, en lífeyrissjóðurinn skilaði 8,5% raunávöxtun í fyrra. Viðmið allra almennra lífeyrissjóða er 3,5% raunávöxtun á ári yfir lengri tíma og er ávöxtunin nú því vel yfir því marki.

„Það sem meira máli skiptir er að núna er meðalraunávöxtunin á ári síðustu tíu ár komin í 3,9%. Hafa ber í huga að inni í þeirri tölu er áfallið 2008 og það tjón sem það hafði í för með sér fyrir sjóðinn. Það segir því mjög margt um styrkleika lífeyrissjóðsins að við höfum náð þessum árangri þrátt fyrir hrunið og þrátt fyrir gjaldeyrishöftin, sem gerir okkur ekki auðvelt fyrir að ávaxta fé sjóðfélaga okkar,“ segir Helgi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.