Arðgreiðslur stærstu líftryggingafélaga landsins til eigenda sinna munu nema 900 milljónum króna, skv. upplýsingum Viðskiptablaðsins. Stjórn Sjóvár-Almennra líftrygginga lagði það til að greiddar yrðu 600 milljónir króna í arð fyrir síðasta ár til móðurfélagsins Sjóvá-Almennar. Félagið hagnaðist um 634 milljónir króna á síðasta ári þannig að arðgreiðslan nemur 95% hagnaðar. Fyrir tveimur árum tappaði Milestone, þáverandi eigandi Sjóvár, af allan varasjóð félagsins með 1,9 milljarða króna arðgreiðslu. Stjórn Okkar Lífs lagði það til að arður fyrir árið 2009 yrði 300 milljónir króna sem er sama upphæð og greidd var út í fyrra. Mun Arion Banki njóta góðs af þeirri greiðslu sem langstærsti hluthafinn.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu.