Hagfræðingar Seðlabankans í San Fransisco telja að líkurnar á kreppu á fyrri hluta næsta árs hafi farið yfir 50% vegna skuldakrísunnar í Evrópu. Þetta kemur fram á Bloomberg.

Seðlabankinn í San Fransisco er stærstur þeirra 12 svæðisseðlabanka en hann nær til 9 fylkja í Bandaríkjunum.

Hagfræðingar bankans telja að líkurnar á kreppu hafi aukist í ár. Takist hins vegar að sigla heimsbúskapnum í gegnum þann stórsjó sem framundan er árið 2012 munu líkurnar minnka mikið á árinu 2013.

Fyrir utan skuldakrísuna i Evrópu höfðu hamfarirnar í Japan í mars einnig áhrif á auknar líkur á kreppu.

Hillary Clinton
Hillary Clinton
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Vondandi leitar efnahagur heimsins í þá átt sem forsetinn og utanríkisráðherra Bandaríkjanna benda.