Rúmur helmingur þáttttakenda í nýrri netkönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands kveðst vera mjög eða frekar ánægður með boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til höfuðstólslækkunar íbúðalána. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið eftir að aðgerðirnar voru kynntar á laugardaginn.

811 einstaklingar tóku þátt í könnuninni og 673 gáfu upp afstöðu sína. Niðurstyaðan er sú að 52% eru mjög eða frekar ánægð með aðgerðirnar, 21,7% voru frekar eða mjög óánægð en 26,2% hvorki ánægð né óánægð.

Einnig var spurt hvaða áhrif fólk teldi að aðgerðirnar myndu hafa á fjárhag sinn. 711 svöruðu þeirri spurningum. Af þeim sögðu 2,5% að áhrifin yrðu mjög mikil, 8,3% að þau yrðu frekar mikil og 24,3% að áhrifin yrðu nokkur. Þá töldu 31,2% að áhrifin yrðu litil og 33,6% að þau yrðu engin.