Hagnaður Ueno ehf. nam 115 milljónum króna árið 2019 en 128 milljónum árið áður. Seld þjónusta jókst um 24% milli ára og nam ríflega 2,1 milljarði króna. Rekstrarkostnaður jókst sömuleiðis um 26% og nam 171 milljón króna. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 115 milljónir króna milli ára og nam ríflega 1,2 milljörðum.

Sjá einnig: Óvenjuleg saga Ueno og Haraldar

Eignir félagsins námu 884 milljónum króna í lok árs, þar af voru 329 milljónir sjóður og bankainnistæður og 274 milljónir viðskiptakröfur. Skuldir félagsins námu 140 milljónum og eigið fé 744 milljónum. Sjóðstreymi þess var jákvætt um 46 milljónir þar sem handbært fé frá rekstri var jákvætt um 60 milljónir.

Sjá einnig: Rekstur er jafnvægislist

Stöðugildi félagsins, sem er þjónustufyrirtæki á sviði hönnunar, markaðsráðgjafar og vefsíðugerðar, voru 64 yfir árið. Það var stofnað fyrir um sex árum af Haraldi Þorleifssyni sem er eini eigandi félagsins.