Yfir ein milljón manna hefur sent inn nöfn sín til NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, í því augnamiði að þau verði sett á örflögu sem fer um borð í eldflaug sem send verður til tunglsins síðar á þessu ári.   NASA opnaði fyrir móttöku nafnanna 1. maí sl.

Til að gefa almenningi kost á að taka þátt í rannsóknarverkefni sem hefur þann tilganga að undirbúa að nýju mannaðar ferðir til tunglsins 2020. Flaugin sem heitir Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) verður skotið á loft síðar á þessu ári er ætlað að taka mjög nákvæmar myndir til kortlagningar á yfirborð tunglsins og finna heppilega lendingarstaði.

Enn er möguleiki á að komast á þann nafnalista sem fer með þessari flaug, en skráningarfrestur rennur út þann 27. júní.

Slóðin er http://www.nasa.gov/mission_pages/LRO/main/index.html