*

mánudagur, 25. janúar 2021
Erlent 30. janúar 2017 14:10

Yfir milljón vilja ekki Trump til Bretlands

Ríflega milljón manns hafa skrifað undir undirskriftarlista þess efnis að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, komi ekki í opinbera heimsókn til Bretlands.

Ritstjórn
epa

Ríflega milljón manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis að banna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna að koma í opinbera heimsókn til Bretlands.

Talsverð aukning varð á undirskriftum í kjölfar þess að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun þess efnis að banna flóttafólk frá sjö múslimaríkjum. Ef að 10 þúsund manns hefðu skrifað undir listann, þá hefði breska ríkisstjórnin þurft að svara. Ef að 100 þúsund hefðu skrifað undir þá þyrfti breska þingið að ræða tillöguna. Nú þegar milljón hafa skrifað undir er ljóst að talsverður þrýstingur er á breska þingið til að taka málið upp.

Í lýsingu á undirskriftalistanum segir meðal annars að Trump ætti ekki að vera boðið til Bretlands vegna þess að það myndi vera móðgun gagnvart drottningunni.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sótti Trump nýverið heim í Hvíta húsið, en hún sagði að að þó að hún væri ósammála stefnu Trump, væri hún tilbúin til að vinna með honum. Hún tilkynnti í heimsókninni að Trump hyggðist sækja Bretland heim og hann kæmi þá til með að hitta drottninguna, samkvæmt venju. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hvatti breska þingið til að tefja heimsókn Trump til Bretlands.