Fleiri en níu hundruð manns voru við opnun menningarhátíðar Íslands í Brussel í vikunni. Hátíðin ber heitið Iceland on the Edge og stendur til júní. Tilgangur hennar er að efla ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.

Hátíðin er unnin í samstarfi við lista- og menningarmiðstöðina Bozar. Hátíðin samanstendur af viðburðum á fjórum sviðum: Menningardagskrá, kynningum á viðskiptum, ferða- og ráðstefnumálum og orkumálum.

Belgískir fjölmiðlar hafa að undanförnu gert hátíðinni góð skil.