Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, töpuðu 3,1 milljarði króna í fyrra. Tapið árið 2008 var 3,7 milljarðar króna og skýrist af verðlagshækkunum langtímalána , gengistapi, og lækkun á gangvirði fjárfestingareigna í útleigu.

Félagsbústaðir reka félagslegt leiguhúsnæði sem heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Rekstrartekjur félagsins jukust um 23% á árinu 2009 miðað við árið 2008. Þær námu 2,4 milljörðum króna. Hækkunin skýrist öðru fremur af verðtryggðum leigusamningum.