Rúmlega tíu prósent kjósenda hyggjast skila auðu í alþingiskosningunum í apríl ef marka má skoðanakönnum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Óákveðnir eru 8,2%.

Heildarúrtak könnunarinnar er 1.555 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall er 62,5%. Í þeim hópi tóku 71,7% afstöðu til þess hvaða flokk þau myndu kjósa.

Alls10,5% ætla að skila auðu, 8,2% segjast óákveðin en 9,5% neituðu að svara.

Samfylkingin er samkvæmt könnuninni stærsti flokkurinn með 31,2% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 26,5% fylgi, Vinstri græn með 24,6% fylgi og Framsókn með 11,3% fylgi.

Borgarahreyfingin er með 2,5% fylgi, Fullveldissinnar eru með 1,9% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn með 1,3%.

Könnunin var framkvæmd dagana 11. til 17. mars.