Tíuþúsundasti farþeginn í ágústmánuði, á leiðinni milli Egilsstaða og Reykjavíkur, flaug með flugvél Flugfélags Íslands til Egilsstaða um helgina. Það stefnir í metfölda farþega á flugleiðinni í ár, en á sunnudag höfðu 68.640 farþegar ferðast með vélum Flugfélagsins á þessari leið frá áramótum.

Ekki eru mörg ár síðan það þótti mjög gott að flytja 6000 farþega á mánuði á þessari leið þannig að aukningin er mikil.

Á síðasta ári flutti Flugfélag Íslands 82.000 farþega á milli Reykjavíkur og Egilsstaða og miðað við fjöldann það sem af er þessu ári er þess vænst að heildarfjöldinn í ár verði jafnvel 110.000 manns.