Í nótt voru forkosningar í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum. Hingað til hefur einungis verið kosið í einu ríki í einu, en gærdagurinn hlaut nafnið ofur þriðjudagurinn (Super Tuesday). Úrslit kosninga liggja að mestu fyrir en útlit er fyrir að þeir frambjóðendur sem voru í forystu hafi styrkt stöðu sína.

Hjá Repúblikönum sigraði Donald Trump í sjö ríkjum. Hann bætti við sig 82 fulltrúum og er nú með kominn með 274 fulltrúa af þeim 1.237 sem þarf til að tryggja sér að verða frambjóðandi flokksins. Ted Cruz sigraði í tveimur ríkjum og eigir örlitla von að veita Trump samkeppni, en Cruz er nú með 149 fulltrúa. Marco Rubio sigraði í einu ríki og er nú með 82 fulltrúa.

Hjá Demókrötum styrkti Hillary Clinton stöðu sína verulega. Hún sigraði í alls sjö ríkjum og er nú með 1.001 fulltrúa af þeim 2.383 fulltrúum sem þarf hjá Demókrataflokknum til að tryggja sér stuðning flokksins. Bernie Sanders sigraði í fjórum ríkjum og er nú með 371 fulltrúa, eða rétt rúmlega þriðjung af því sem Hillary er með.