Yfirburðir ríkisfjölmiðilsins á sviði sjónvarps blasa við á þessum tveimur skífum yfir hlutfallslegt áhorf stöðvanna undir lok liðins mánuðar.

Þó það sé allnokkur munur á áhorfinu eftir því á hvaða aldurshópa (og þar af leiðandi neysluhópa) er litið, sést að RÚV er með 53,5% meðal 12-80 ára en slétt 49% í hóp 12-49 ára. Stöð 2 er hins vegar mjög áþekk í hópunum tveimur, með um fjórðung áhorfs.

Sjónvarp Símans höfðar greinilega minna til hinna eldri, en þar liggur um fimmtungur áhorfs yngri hópsins en aðeins 14% allsherjarhópsins.

En hinar stöðvarnar… það má segja að þær séu í annarri deild.