Yfirbyggð skíðabrekka í hlíðum Úlfarsfells í Reykjavík er nú á teikniborðinu og til umfjöllunar hjá borgaryfirvöldum. Það er Skíðasamband Íslands sem stendur að þessu metnaðarfulla verkefni, en hugmyndin er að brekkan verði yfir 800 metra löng og lyfta við hana geti flutt yfir 4.000 manns á klukkustund.

Helgi Geirharðsson verkfræðingur hefur unnið að verkefninu. Fjölmörg svona skíðahús mun vera að finna víða erlendis, ýmist þegar í rekstri eða í byggingu. Helgi segir í frétt Skíðasambandsins að þegar séu hafnar viðræður við aðila er hafi sýnt áhuga á að fjármagna verkefnið.