Samanlagðar yfirdrattarheimildir Orkuveitu Reykjavíkur upp á 8 milljarða króna í þremur íslenskum bönkum hefðu getað fleytt fyrirtækinu áfram fram á haust og tryggt launagreiðslur til starfsmanna en síðan ekki söguna meir. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR: Bjarni segir ótækt að OR borgi laun með yfirdrætti.

Þá segir hann það hafa legið fyrir í einhvern tíma að fyrirtækið stefndi í lausafjárvandræði en eins og fram hefur komið á vb.is verður gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerrða í rekstri OR og mun Reykjavíkurborg leggja fyrirtækinu til á annan tug milljarða króna.

Haft hefur verið eftir Bjarna að OR sé í raun gjaldþrota en hann segir það rangt eftir haft.