Íslensk heimili skulda tæpa 87 milljarða í yfirdráttarlán og hafa slík lán ekki verið hærri í krónum talið frá hruni. Þetta kemur fram í tölu Seðlabanka Íslands um útlán innlánsstofnana en fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Þar kemur fram að yfirdráttarlán í heild standa í 161 milljarði króna en hækkunin er 24 milljarðar miðað við 31. júlí á síðasta ári. Sú hækkun tilheyrir öll heimilum í landinu. Bent er á að yfirdráttarlán hérlendir lækkuðu hratt fyrst eftir hrun og voru 43 milljarðar í júlí 2009 eftir að hafa verið 78 milljarðar í september 2008.

Skýringar á þessari þróun geta verið margþættar. Ekki er hægt að lesa úr tölunum hvort um fjárfestingu eða einkaneyslu er að ræða en heimildamenn Fréttablaðsins hallast að því að neyðin reki marga til að taka dýrustu lánin sem bjóðast.