Yfirdráttur heimilanna í landinu er nú um 74 milljarðar, sem að krónugildi er svipað og var í ágúst 2008. Verðbólga hefur hinsvegar verið um 30% og því fæst minna fyrir yfirdráttinn nú en þá. Þetta segir Breki Karlsson, formaður stofnunar um fjármálalæsi í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.

Í júnímánuði hækkuðu yfirdráttarlánin um fjóra milljarða en frá áramótum um tíu milljarða. Meðalvextir eru 12,5% sem þýðir 9,3 milljarðar króna í yfirdráttarvexti.