Yfirdráttarlán íslenskra heimila jukust um sjö milljarða í desember síðastliðnum. Þau fóru úr 83,7 milljörðum króna í 91 milljarð. Aukningin nam 9% sem er helmingi meira en fyrir jólin árið áður.

Fram til desember höfðu íslensk hemili verið að greiða yfirdráttarlán sín niður, smátt og smátt. Arnar Ingi Jónsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir í samtali við Morgunblaðið að ástæðurnar fyrir meiri ásókn í yfirdráttarlán séu margar.

Ein möguleg skýring gæti tengst tillögum stjórnvalda um lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. Þær voru kynntar 30. nóvember.