Sir Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple, var í dag sleginn til riddara í Buckinghamhöll. Hann hóf störf sín hjá Apple árið 1992 eftir að hafa unnið hjá hönnunarstofu sem starfaði fyrir Apple. Ive var mjög góður vinur og samstarfsfélagi Steve Jobs sáluga samkvæmt frétt á BBC.

Hann fæddist í London, og lærði í tækniskólanum í Newcastle.

Ive kom að hönnun margra af vinsælustu vörum Apple, t.d. iPod, iPhone, iPad og iMac. Hann á því töluverðan þátt í því að Apple er orðið verðmætasta fyrirtæki heims miðað við markaðsvirði.