Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu almennt og er það rakið til þess að fjárfestar reikni ekki með að lagðar verði fram nógu róttækar eða umfangsmiklar tillögur á fundi ráðamanna evruríkjanna í dag til þess að takast muni að vinna bug á skuldavanda evruríkjanna og endurheimta trú fjárfesta.

Nikkei í Japan lækkaði um 0,16% og ASX í Ástralíu féll um 0,3% og þegar klukkutími lifði af viðskiptum hafði Hang Seng í Hong Kong lækkað um 0,6%. Aftur á móti hækkaði hlutabréfavísitalan í Sjanghæ um 1%.