Á heimasíðu Business Insider er nú hægt að sjá yfirlitskort yfir öll systurfyrirtæki Google , sem öll eru nú dótturfyrirtæki stafrófsins, eða Alphabet, eins og það heitir, í kjölfarið á því að miklar breytingar voru gerðar á starfsseminni í október á síðasta ári.

Nú er Google bara eitt af systurfyrirtækjunum, sem enn heldur í meginmarkmið sitt um að skipuleggja upplýsingar heimsins og gera þær aðgengilegar og nothæfar.

En önnur starfssemi sem fyrirtækið hefur verið að fara útí á síðustu árum hafa verið gerð sjálfstæð, með eigin framkvæmdastjóra svo forstjóri móðurfélagsins, Larry Page, getur nú einbeitt sér meir að sínum hugðarefnum.

Dótturfyrirtækin hafa til að mynda helt sér út í rannsóknir á sjálfkeyrandi bílum, að bæta borgarskipulag, heilbrigðisrannsóknir, jafnvel framlengja lífsspan manna. Í júlí 2016 eru nú 11 dótturfyrirtæki Alphabet starfandi, þó Google hafi hvorki staðfest né neitað því að sú tala sé rétt.