Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að fullrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi á fundi með sér og fleirum fyrir skömmu upplýst að hann væri sammála framsóknarmönnum um nauðsyn þess að fara í flatar lánaafskriftir.

Sigmundur Davíð greinir frá þessu á bloggi sínu í dag en hann nafngreinir ekki viðkomandi fulltrúa IMF.

Mark Flanagan, starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því hins vegar yfir á blaðamannafundi í gær að 20% niðurfelling skulda væri slæm leið til að leysa vanda heimilanna.

Þau ummæli eru tilefni skrifa formanns Framsóknarflokksins.

„Yfirlýsingar Mark Flanagan í gær eru því mjög í andstöðu við það sem fram fór á fundinum. Flanagan gerði mér þó grein fyrir því að hlutverk hans væri fyrst og fremst að „bakka upp” þau stjórnvöld sem ríktu hverju sinni," skrifar formaðurinn.

Sjá bloggið hans hér.