Fjármálaráðuneyti Bretlands hefur sent frá sér yfirlýsingu sem er ætlað að liðka fyrir eðlilegu fjármagnsstreymi milli Íslands og Bretlands og útskýra í hverju takmarkanir Breta gagnvart Landsbankanum felast (Freezing Order).

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins.

Þar eru íslensk fyrirtæki í erlendum viðskiptum hvött til að senda viðskiptavinum sínum yfirlýsinguna til að skýra stöðuna.

Sérstök athygli er vakin á lið 7 í yfirlýsingunni en þar segir að takmarkanir Breta nái ekki yfir aðra þætti en það sem þegar hefur verið fryst. Þannig eigi takmarkanir til að mynda ekki að ná yfir dagleg viðskipti með gjaldeyri.

Nálgast má yfirlýsinguna á vef SA. (pdf skjal)