Vegna fréttaflutnings undanfarið um skattskyldu hluthafa í SPRON í tengslum við fyrirhugaðs samruna SPRON og Kaupþings, sendi SPRON frá sér tilkynningu þar sem segir:

„Skattskylda gæti náð til örfárra einstaklinga og um er að ræða óverulegar fjárhæðir. Nær allir stofnfjáreigendur, nú hluthafar, tóku þátt í stofnfjáraukningum undanfarin ár og hefur SPRON greitt kr. 12,5 milljarða í arð til stofnfjáreigenda/hlutahafa. Þeir hluthafar sem verða skattskyldir vegna endurgjaldsins eru þeir hluthafar sem ekki tóku þátt í stofnfjáraukningum á árunum 2004-2006. “

Rætt hefur verið um það í fjölmiðlum að undanförnu að við yfirtöku Kaupþings á SPRON fái hluthafar síðarnefnda félagsins hluti sína greidda i bréfum Exista og Kaupþing en þurfi um leið að greiða skatt af söluhagnaði í peningum.