Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, verður sérstakur gestur á Menntadegi Samtaka atvinnulífsins á mánudaginn. Schleicher er sérstakur ráðgjafi Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD,á sviði stefnumótunar í menntamálum.

Dr. Andreas Schleicher hefur góða yfirsýn yfir verkefni OECD um samspil hæfni, menntunar og samkeppnishæfni þjóða. Þar má t.d. nefna PISA-könnunina sem metur hæfni 15 ára grunnskólanemenda út um allan heim - hversu vel nemendur við lok grunnskóla hafa tileinkað sér þá þekkingu og hæfni sem þeir þurfa á að halda í nútíma samfélagi. Einnig PIAAC sem kannar hæfni starfsfólks á vinnumarkaði (OECD Survey of Adult Skills).

Samtök atvinnulífsins ásamt SAF, SVÞ, SI, SF, SFF, LÍÚ og Samorku og efna til Menntadags atvinnulífsins en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.