Yfirmaður rannsóknar bresku efnahagslögreglunar, Serious Fraud Office, hefur látið af störfum, aðeins tveimur vikum efir að Tchenguiz-bræður, þeir Robert og Vincent, voru handteknir en síðar sleppt. Frá þessu greinir Financial Times og hefur eftir talsmönnum SFO að það hafi legið fyrir um nokkurt skeið að Mick Randall væri að hætta og hefja störf í einkageiranum. Ekki kemur þó fram hvar hann mun hefja störf.

Fjárveitingar til SFO hafa verið skornar niður að undanförnu og segir FT að sex af helstu lögmönnum deildarinnar hafi látið af störfum á skömmum tíma og séu nú farnir til stóra lögfræðistofa í fjármálahverfi London. Þá hafi Tchenguiz-bræður hótað stofnuninni málsókn til þess að sanna sakleysi sitt.