*

föstudagur, 18. september 2020
Fólk 4. ágúst 2020 13:30

Hættir sem yfirmaður tekjustýringar

Bryan O´Sullivan sem gengdi starfi yfirmanns tekjustýringar Icelandair hefur nú látið af störfum.

Ritstjórn
EPA

Bryan O´Sullivan sem gengdi starfi yfirmanns tekjustýringar Icelandair hefur nú látið af störfum. Frá þessu er greint á vef Túrista. 

Bætt tekjustýring var hluti þeirra betrumbóta sem stjórnendur Icelandair töldu sig sjá í rekstrinum í byrjun þessa árs líkt og kom fram í máli Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins nú í febrúar. En þá hafði Írinn Bryan O´Sullivan verið yfirmaður tekjustýringar flugfélagsins í tæpt ár.

Nú er O´Sullivan aftur á móti hættur hjá flugfélaginu. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í svari til Túrista. Aðspurð ástæður breytinganna þá segist hún ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.