Yfirmaður Twitter í Kína, Kathy Chen, hefur sagt upp störfum sjö mánuðum eftir að hafa tekið við starfinu. Þrátt fyrir að lokað sé fyrir Twitter í fjölmennasta landi heims, þá hafa mörg kínversk fyrirtæki nýtt sér Twitter til að auglýsa vörur sínar. Einnig er samskiptamiðillinn vinsæll hjá brottfluttum Kínverjum. BBC greinir frá.

Chen er meðal hópi stjórnenda sem hefur hætt hjá útibúi Twitter í Kína - en Twitter stefndi að því að endurskipuleggja starfsemi sína í Asíu. Chen starfaði frá Hong Kong og hafði áður starfað fyrir Cisco og Microsoft - en hafði jafnframt verið í kínverska hernum.