Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið sýknaður af ásökunum um að hafa misbeitt valdi sínu í þágu konu sem starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Strauss-Kahn hélt við.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að ástarævintýri Kahn hafi verið mistök en hann muni samt áfram gegna stöðu sinni hjá sjóðnum.

Um leið og stjórnin gaf þessa yfirlýsingu út gaf Strauss-Kahn út afsökunarbeiðni í annað sinn vegna uppákomunnar.

Eiginkona Strauss-Kahn, Anne Sinclair, segir þau hjón hafa komist yfir framhjáhald eiginmanns síns og hjónabandið stendur enn.