Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, segir að Frank Yeary munir hætta sem yfirmaður á alþjóðasviði bankans um miðjan júlí til að taka við stöðu aðstoðarrektors við Berkeley háskólann í Kaliforníu.

Samkvæmt frétt Reuters mun Yeary hafa umsjón með samskiptum Berkely við atvinnulífið, aðstoða við umsjón fjármála skólans og fleira. Yeary útskrifaðist sjálfur úr skólanum 1985.

Yeary hóf feril sinn hjá fjárfestingabönkum hjá Lehman Brothers árið 1984. Hann gekk til liðs við forvera Citigroup, Salomon Brothers, árið 1990. Þaðan fór hann 1998 til Carlyle Group, en Citigroup réð hann aftur til sín árið 2001.